Fjórar hliðar FLIP:

image_pdfimage_print

Þar er orðið FLIP notað sem áherslur á hugmyndafræðina. Hér má finna „The four pillars of FLIP“

F stendur fyrir FLEXIBLE ENVIRONMENTS eða sveigjanlegt umhverfi þar sem að vendinám býður upp á breytileika í kennslu. Sem dæmi  má nefna eru margir kennarar sem endurraða kennslurými á þann hátt að það styðji við þá vinnu sem fram fer í kennslustofunni. Hvort sem að það er hópavinna eða einstaklingsvinna. Kennslutíminn í skólastofunni er vinnutími. Einnig á sveigjanleikinn að ná til nemandans  m.t.t. námstíma og námsmats.

L stendur fyrir LEARNING CULTURE eða námsmenning.  En þar er átt við  það að með vendinámi sé í raun verið að breyta menningunni í námi. Í stað þess að kennarinn sé miðpunktur og upspretta upplýsinga þá er hann styðjandi við nemandann og það er nemandinn sem á að vera miðpunkturinn. Nemendur eiga því einnig fræðilega að geta hraðað námi sínu með því að skoða efni utan hópsins og kennarar ættu að geta hámarkað gæði tímans sem þeir hafa með nemendunum. En þarna er kannski vísun í Mastery  Learning  en um það verður fjallað hér aftar í ritgerðinni.

I Stendur fyrir INTENTIONAL CONTENT eða áætlað innihald. Kennarar þurfa að meta það hvaða efni þeir þurfa að kenna beint og hvaða efni eiga nemendur fyrst kanna á eigin tíma utan kennslustofunnar. Þeir eiga að  meta það hvernig þeir geta notað vendinám til að hjálpa nemendum að öðlast dýpri skilning á námsefninu. Kennarar þurfa að vera með skýr markmið fyrir kennslutímann til að hámarka gæði tímans og hafa í huga að nemandinn er miðjan.

P stendur fyrir PROFESSIONAL EDUCATORS eða faglegir kennarar. Með því að leggja áherslu á hversu mikilvægir kennararnir eru og fagmennska þeirra er verið að leggja áherslu á það að með vendinámi er ekki verið að gera kennarann óþarfann. Þvert á móti er mikilvægt að kennarar sýni fagmennsku og að þessi aðferð reyni talsvert á kennara ef rétt er haldið á spilunum.

Leave a Reply