Skilgreining

image_pdfimage_print

Vendinám er kennslufræðileg nálgun þar sem bein kennsla færist úr hópakennslu í skólastofunni yfir í heimanám og leiðir til þess að kennslutíma í skólastofunni er umbreytt í gagnvirkt námsumhverfi þar sem kennari leiðbeinir nemendum, þeir koma með  hugmyndir og taka þátt skapandi vinnu  er varða umfjöllunarefnið

Með vendinámi gefst kennaranum tækifæri til þess að skipta um hlutverk, fara úr því að vera miðjan eða sviðsmaður yfir í að vera leiðbeinandi.

Vendinám byggist m.a. á því að innlögn eða fyrirlestrar eiga sér stað utan kennslustofu og verkefnavinna og umræður eiga sér stað í skólanum.

Um leið og innlögnin á sér stað utan skóla nemandans myndast tími og svigrúm til þess að nota tímann í skólastofunni í annað en innlögn og kennarinn getur nýtt þann tíma til þess að aðstoða nemendur sína með verkefni, æfa námsefnið og ná dýpri þekkingu á efninu.

 

Leave a Reply