Flipped-Class Pedagogy Enhances Student Metacognition and Collaborative-Learning Strategies in Higher Education But Effect Does Not Persist

image_pdfimage_print

 

Rannsókn var gerð af van Vliet, Winnips og Brouwer (2015)  í Hollandi á vendinámi í grunnámi í Háskóla og notuðu til þess  staðlaðar aðferðir sem átti að að mæla árangur og áhuga þeirra nemenda sem tóku þátt í rannsókninni. Þeir skoðuðu áhrif vendináms á áhugahvöt og námsaðferðir í grunnnámi háskóla með því að nota staðlaðar spurningar fyrir og eftir vendinám. Rannsóknin átti að svara því  hvort að áhugi ykist og námsaðferðir bötnuðu með notkun vendináms og ef svo væri hvort að þeirra áhrifa gætti ennþá eftir að nemendurnir væru hættir í vendinámi.

Þeir nemendur sem tóku þátt í rannsókninni voru grunnnemar í fullu námi, 170 talsins. Fylgst var með þeim eftir námskeiðið en sömu nemendur sátu tíma í hefðbundnum námskeiðum og námskeiðum þar sem að notaðar voru aðferðir vendináms.  Á grundvelli staðlaðra aðferða með viðurkenndum spurningastöðlum sem kölluðust MSQL spurningar og stendur fyrir Motivated Strategies for Learning Questionnaire var árangur vendináms skoðaður. Nemendur svöruðu MSLQ I og III í byrjun námskeiðsins og MSLQ II og IV eftir námskeiðið. Til þess að athuga hvernig staðan var eftir að nemendur hættu í vendinámi svöruðu þeir MSLQ V fimm mánuðum eftir að þeir luku vendinámi. Niðurstöður sýndu að í vendinámi jókst gagnrýnin hugsun, verkefnavinna og samvinna hjá nemendumum. Hins vegar var ekki að sjá að áhrifin væru til staðar hjá nemendum nokkrum mánuðum eftir að þau höfðu verið í vendinámi og voru komin í hefðbundin námskeið. Því mæla rannsakendur með því endurtekinni notkun vendináms hafa jákvæð áhrif á námsgetu nemenda.

Rannsóknin :http://www.lifescied.org/content/14/3/ar26.full

 

Leave a Reply