Exploring students’ learning attitude and achievement in flipped learning supported computer aided design curriculum: A study in high school engineering education

image_pdfimage_print

Í Taiwan var gerð rannsókn til að skoða vendinám í menntaskóla. Í þeirri rannsókn notuðu Chao, Chen og Chuang (2015) aðferðir vendináms til þess að styðja við problem based learning en problem based learning er kennsluaðferð sem kallast á íslensku lausnaleitarnám og byggist á  umræðum og þekkingarleit til lausnar á raunverulegum vandamálum. Stúlkur úr menntaskóla í tveimur bekkjum tóku þátt og var meðalaldur þeirra 17 ár. Þær voru 91 talsins. Annar bekkurinn var tilraunahópur en hinn bekkurinn var viðmiðunarhópur. Til þess að meta árangur nemendanna og viðhorf til námsins í bekkjunum voru þau prófuð fyrir og eftir 8 vikna námskeið sem þeir sátu. Niðurstöður bentu til þess að vendinám hafði góð áhrif á þann hóp sem tók þátt í vendinámi umfram samanburðarhópinn en marktækur munur mældist á hópunum tveimur á námsárangri og viðhorfi . Í tilraunahópnum sem tók átt í vendinámi batnaði viðhorf til náms, áhugi og sjálfstraust. Niðurstöður sýndu hvernig vendinám hafði jákvæð áhrif á allt lærdómsferli nemendans.

Greinin: http://onlinelibrary.wiley.com/enhanced/doi/10.1002/cae.21622/

 

Leave a Reply