Baepler, Walker og Driessen (2014) skoðuðu áhrif þess að minnka setu efnafræðinemenda í fyrirlestrarsal um tvo þriðju og bjuggu til virkt námsumhverfi þar sem að nemendur sátu saman í hópum og lærðu saman. Til þess að bæta upp tapaðan fyrirlestrartíma voru fyrirlestrar teknir upp og settir á netið þar sem að nemendur gátu horft á utan kennslustofu. Önnur prófun var gerð ári seinna til þess að endurtaka rannsóknina og með því staðfestu þeir fyrri niðurstöður með annarri þeirri rannsókn.
Hvað var gert:
Nemendur fengu innlögn í myndböndum þar sem að þeir gátu horft á heima eða hvar sem er og mættu svo í tíma til þess að vinna saman. Árangur nemendanna var mældur með stöðluðum prófum og ánægja þeirra var mældur með spurningalista.
Niðurstöður:
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrátt fyrir að nemendur hefðu minnkað setu í tíma þá var árangur þeirra jafngóður og í sumum tilfellum betri heldur en í hefðbundum námskeiðum og upplifun nemendanna batnaði. Rannsakendur segj að niðurstöður þeirra sýni að virkni nemenda í tíma sé mikilvægari heldur en lengd þess tíma sem að nemendur fá í skólastofunni og að vendinám sé hentug leið til þess að nýta tímann og virkja nemendur.
Rannsóknin:
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0360131514001390