Hvað er vendinám?

Í vendinámi er fókusinn settur á það hvernig maður notar tímann í kennslustofunni og hvernig tíminn nýtist best en það getur verið með því að senda innlögnina heim, hvort sem það er í formi upplesturs, fyrirlesturs eða youtube myndbands.

Þannig að nemendur komi undirbúnir og tíminn fari í að nemendur séu virkir  og kennarinn sé leiðbeinandi þeirra. Verkefnavinnan er færð í skólann þar sem að kennarinn er til staðar til þess að leiðbeina þeim.
Af hverju vendinám?

Í fyrsta lagi má nefna það að efni frá kennaranum er á netinu þannig að nemendur geta nálgast það hvar og hvenær sem þeir vilja og enginn ætti að missa  af neinu frá kennaranum einnig getur það verið gagnlegt fyrir þá sem þurfa að hlusta oft að þeir geta þá hlustað aftur. Annar kostur er samveran í tímum. Nemendur vinna í verkefnavinnu og kennarinn er að leiðbeina. Nemendur er því virkir í tímum með gott aðgengi að kennaranum.
Hvað þarf til að byrja, hvaða tækni þarf ég að kunna?

Í raun þarf ekki mikið til. Hægt er að byrja og prófa sig áfram með einhvern afmarkaðan hluta þess námskeiðs sem að kennari kennir. Einfalt Power Point forrit með upptökutakka er ágætis byrjun. En miklu máli skiptir að hafa alla fyrirlestra stutta. Helst ekki meira en 10 mínútur.
Hvernig eru fyrirlestrar í vendinámi?

Það skiptir máli að fyrirlestrar í vendinámi séu stuttir , afmarkaðir og hnitmiðaðir. Bæði vegna þess að það er betra að halda athygli nemenda í stuttum fyrirlestrum en einnig vegna þess að það auðveldar untanumhald nemenda. Þá vita nemendur hvað þeir hafa skoðað og hvaða efni þeir eiga eftir.
Hvernig stuðlar vendinám að virkri þátttöku nemenda?

Nemendur í vendinámi eru virkir í tímum því að kennslutíminn fer í að vinna verkefni hvort sem það er í hóp eða sem einstaklingsverkefni. Vendinám er einnig gott tæki til þess að æfa glósutækni. Nemendur geta þá æft sig í því heima en vita einnig að það er hægt að nálgast efnið aftur. 
Hvernig virkar vendinám fyrir nemendur?

Vendinám getur verið krefjandi fyrir nemendur þar sem að það eru gerðar kröfur til þeirra um virkni í tímum. Mikilvægt er að kynna vendinám fyrir nemendum áður en kennari ákveður að nota aðferðir vendináms þannig að nemendur séu meðvitaðir hvaða aðferðir verða notaðað og til hvers er ætlast af þeim. Mikilvægt er að koma því á framfæri til þeirra að þegar þeir eru heima að hlusta á fyrirlestur eða annað efni þá þarf að vera með virka hlustun.