Markmið
Markmið með stofnun vendinámstorgs er búa til vefvettvang fyrir samfélag kennara sem áhuga hafa á vendinámi þar sem að safnað verður saman efni og upplýsingum um vendinám og verður það aðgengilegt fyrir alla sem áhuga hafa á. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Tryggva Thayer verkefnastjóra á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Erasmus + verkefni um vendinám „FLIP – Flipped Learning in Praxis“. Með vendinámstorgi er unnið að því að:
- Að auka samstarf milli kennara sem áhuga hafa á vendinámi
- Að skapa gagnabanka vendinámskennara
- Að auka tækniþekkingu kennara sem getur nýst í vendinámi
- Að auðvelda kennurum aðgengi að hagnýtum lausnum fyrir vendinám